Félagið

Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.

Gildin okkar eru fagmennska, frumkvæði, léttleiki, áreiðanleiki.

Skrifstofa Eikar fasteignafélags er í Sóltúni 26.

Grunnrekstur Eikar fasteignafélags hefur gengið vel. Félagið er með skráð hlutabréf í Kauphöll Nasdaq og birtir allar mikilvægar upplýsingar þar, en þær má einnig nálgast hér undir Fjárfestar.

Leigutakar Eikar fasteignafélags eru fjölbreyttir og stunda ýmiss konar rekstur. Leigurými leigutaka félagsins eru frá 15 fermetrum upp í nokkur þúsund fermetra. Leigutakar félagsins eru yfir 440 talsins í yfir 600 leigueiningum. Stærð félagsins ásamt traustum rótum hafa gert því kleift að njóta hagstæðra lánskjara, sem síðan skila sér til viðskiptavina í formi hagstæðra leigukjara. Einnig hefur stærð félagsins gert Eik fasteignafélagi mögulegt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikla breidd hvað varðar val á húsnæði og afnotamöguleika.

Þjónusta og ráðgjöf

Hjá félaginu starfar fólk með fjölbreytta menntun og reynslu á fasteignamarkaði. Metnaður þess er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðislausnir í takt við mismunandi þarfir. Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins: fagmennsku, frumkvæði, léttleika og áreiðanleika.