Smáratorg 3

Turninn í Kópavogi, Smáratorg 3, er hæsta bygging landsins og útsýni stórfenglegt eftir því. Átjánda, fimmtánda og tíunda hæð byggingar eru lausar til leigu en hæðirnar eru í kringum 820 fm hver. Flott útsýni til allra átta, sjón er sögu ríkari. Skrifstofuhæðirnar eru bæði með lokuðum skrifstofum/ fundarherbergjum og stórum opnum rýmum. Auk þeirra er hálf þrettánda hæðin laus til leigu en skrifstofurýmið er í kringum 400 fm með flottu útsýni til norðvesturs. Á fjórtándu hæð Turnsins er skrifstofukjarni félagins þar sem eru minni skrifstofurými en skrifstofukjarninn telur tólf skrifstofur frá tæplega 17 fm til tæplega 57 fm. Allar skrifstofur eru með hlutdeild í fundarherbergi á hæðinni, eldhúsi og setsvæði. Skrifstofurnar eru leigðar án húsgagna en fundarherbergið er fullinnréttað. Allar skrifstofur þar eru í leigu eins og er en hægt er að vera á biðlista hjá félaginu ef ósk er og skal senda inn beiðnir á netfang félagsins utleiga@eik.is

Turninn býður upp á marga góða kosti bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga en bygging hefur um langt árabil verið afar vinsæl hjá félaginu. Húsvörður er í byggingunni. Urmull bílastæða sem og rafbílastæði bæði í bílastæðakjallara og á stórum bílastæðaplönum úti allt í kringum bygginguna.  Þá er hjólageymsla í byggingunni ásamt sameiginlegu sturtu- og búningaaðstöðu.

Sjá á korti

Rými í boði

Skrifstofuhæð 13. hæð
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
400 m2
Skrifstofuhæð 15. hæð
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
820 m2
Skrifstofuhæð 18. hæð
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
820 m2
skrifstofurými 10. hæð
Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
820 m2
  1. Senda fyrirspurn