Bæjarlind 2 - efsta hæðin
Félagið hefur opnað nýjan skrifstofukjarna á efstu hæð félagsins að Bæjarlind 2. Mikil eftirspurn hefur verið eftir minni skrifstofurýmum á svæðinu en á hæðinni eru samtals 13 skrifstofur. Allar skrifstofurnar eru með hlutdeild í tveimur fundarherbergjum á sömu hæð og eldhússaðstöðu. Skrifstofurnar eru frá ríflega 31 fm til ríflega 72 fm, sjá nánar á grunnmynd hæðar. Skrifstofurnar eru allar leigðar með húsgögnum og auk þess bíður félagið upp á nettengingu fyrir leigutaka hæðar sem er þá hluti af rekstrarkostnaði. Tvö fundarherbergi eru auk þess fullinnréttuð og þá er sömuleiðis setsvæði á hæðinni.