Lagalegur fyrirvari um vefsvæði Eikar fasteignafélags og efni á samfélagsmiðlum

Upplýsingar birtar á vef Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) eða samfélagsmiðlum eru samkvæmt bestu vitund félagsins á hverjum tíma. Upplýsingarnar eru ekki ráðleggingar til viðskiptavina eða fjárfesta heldur einvörðungu ætlað að vera til upplýsinga og því getur félagið ekki tekið ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. Upplýsingar og skoðanir þær sem fram koma á vefnum eða samfélagsmiðlum geta breyst án fyrirvara.

Eik ber í engum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af þeim upplýsingum sem birtar eru á vef félagsins eða samfélagsmiðlum, né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefnum. Þá ber Eik ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn eða samfélagsmiðla, um skemmri eða lengri tíma.

Eik á höfundaréttinn á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef félagsins og samfélagsmiðlum nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Eikar þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef félagsins, dreifa þeim, fjölfalda eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Eikar og fjárfestum er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Lagalegur fyrirvari um tölvupóst frá Eik fasteignafélagi

Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og gögnin gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans, ber þér skv. 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 að gæta fyllsta trúnaðar, hvorki skrá upplýsingar hjá þér né notfæra þér þær á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis um að þær hafi ranglega borist til þín. Vinsamlegast eyðið upplýsingunum að því loknu.

This email message and any attachments is for the exclusive use of the intended recipient(s) and may contain confidential information. If you have received the email and any attachments by coincidence, mistake or without specific authorisation, please uphold strict confidentiality and do not read, copy or make use of the information in any way. Furthermore, please immediately notify the sender that you erroneously received the email. Once you have done so, please delete the information.