Eik fasteignafélag sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis

Suðurlandsbraut 8

Gerð:
Skrifstofuhúsnæði
Stærð:
4.603 m2
Úr eignasafni

Sögur af leigutökum

  1. Sjá fleiri sögur

Lendager

Sumarið 2021 flutti Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, vinnustofu sína að Klapparstíg 25-27.

19. júlí 2024 | Hrönn Indriðadóttir

Men&Mice

Að Suðurlandsbraut 10 í stórglæsilegu og endurbyggðu húsnæði Eikar fasteignafélags hefur hugbúnaðarfyrirtækið Men&Mice komið sér vel fyrir á tveimur efstu hæðunum, þeirri fimmtu og sjöttu. Eik fasteignafélag fór í gríðarlegar endurbætur á húsnæðinu í samstarfi við Arkís arkitekta með það að leiðarljósi að halda gildum og útliti hússins en breyta því í samræmi við nútímakröfur. Markmiðið var að bæta ásýnd Suðurlandsbrautar, sem er fjölfarin gata með fjölbreytta starfsemi, og voru endurbæturnar gerðar með tilliti til götumyndar og ásýndar umhverfisins.

Þróunarsetur Össurar

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur opnaði nýtt og glæsilegt Þróunarsetur að Grjóthálsi 1 þann 28. ágúst 2023. Um er að ræða rúmlega 3.200 fermetra viðbyggingu í eigu Eikar fasteignafélags, við höfuðstöðvar félagsins, sem heldur vel utan um þann öfluga hóp sem þar starfar við rannsóknar- og þróunarstarf. Um 120 manns hefur vinnuaðstöðu þar við að hanna og þróa stoðtæki fyrir þá sem hafa misst útlimi. Nýsköpun og vöruþróun hafa alltaf verið hjartað í starfsemi fyrirtækisins og með þessu nýja rými verður til enn öflugra Þjónustusetur á Íslandi.

Expectus

Ráðgjafa – og hugbúnaðarfyrirtækið Expectus flutti um mitt ár 2023 í nýuppgert húsnæði að Suðurlandsbraut 10.

8. apríl 2024 | Hrönn Indriðadóttir

HS Orka

Í Turninum að Smáratorgi 3 er nútímalegt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði í hjarta höfuðborgarsvæðins í eigu Eikar fasteignafélags. Í byggingunni er margvísleg starfsemi, enda leigutakar bæði fyrirtæki og einstaklingar og skrifstofurýmin af ýmsum stærðum og gerðum. Turninn er hæsta bygging Íslands samtals 78 metrar að hæð eða 20 hæðir.  Turninn var hannaður af Arkís arkitektum og byggður á árunum 2003-2007.

Nettó Glerártorgi

Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri, sem er í eigu félagsins, er vel þekkt. Glerártorgið er stærsta verslunarmiðstöð Norðurlands og hefur þjónað íbúum þess og Austfjarða með alla helstu þjónustu í rúmlega tuttugu ár og er hvergi nærri hætt. Nýjasta rósin í hnappagatið er stórglæsileg, umhverfisvæn og björt verslun Nettó, sem flutti nýverið til innan verslunarmiðastöðvarinnar í mikið endurbætt 2000 fm rými. Samkaup sem reka m.a Nettó, reka fjórar Nettó verslanir á Akureyri, er stór vinnustaður og góð viðbót við annars blómlegt atvinnulíf. Margir tengja Nettó við Akureyri enda opnaði fyrsta verslun Nettó í samstarfi við KEA árið 1989, en nú eru 20 Nettó verslanir víða um land. Heiðar Róbert Birnuson er rekstrarstjóri Nettó og hittum við hann á þessum spennandi tímamótum.

Tannlæknar Reykjavík í Kópavogi

Fyrirtækið Tannlæknar Reykjavík flutti í Holtasmára 1 í Kópavogi á 4ðu hæð haustið 2020. Húsnæðið var hrátt svo eigandinn, Kolbeinn Viðar Jónsson, gat hannað og innréttað húsnæðið eins og hann taldi henta sínu fyrirtæki best þannig að segja má að hver fermetri er nýttur sem allra best fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Húsnæðið er því hannað að þörfum starfseminnar, það er nýtt skynsamlega en um leið afar smekklega. Biðstofan er björt og falleg, aðgengi gott og auk þess hefur verið hugsað fyrir yngri kynslóðina en nokkur borð og stólar eru þar í ,,réttri stærð“. 

Itera

Eik fasteignafélag opnaði í lok júní skrifstofuhótelið Akkur að Ármúla 13. Skrifstofuhótelið er á besta stað í Múlunum en svæðið hefur um langt árabil verið eitt vinsælasta skrifstofusvæði borgarinnar. Skrifstofuhótelið er nýjung hjá félaginu þar sem boðið er upp á meiri þjónustu við leigutaka. Það er gætt öllum nútímaþægindum og er hentugt bæði fyrir einyrkja og smærri fyrirtæki en þar er að finna á þriðja tug skrifstofurýma, mismunandi að stærð á ríflega þúsund fermetra hæð. Leigutakar þar hafa aðgang að fullbúnum fundarherbergjum og ýmsum sethornum sem henta fyrir kaffispjall og þankahríð. Akkur er frábær valkostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem kjósa sveigjanleika og gæði án langtímaskuldbindingar. Við hittum Snæbjörn Inga Ingólfsson, framkvæmdastjóra Itera, í Akkri í Ármúlanum. Það má kalla Snæbjörn landnema, því hann og hans fyrirtæki, Itera, sem þýðir It-era eða tímabil upplýsingatækninnar, var fyrst til að flytja inn í Akkur.

Arkþing Nordic

Arkitektastofan Arkþing Nordic flutti í glæsilegt húsnæði við Hallarmúla 4 í Reykjavík þann 1. desember 2020. Húsnæðið var hannað af arkitektum stofunnar með það að markmiði að styðja við skapandi starf og vellíðan starfsmanna. Öll aðstaða er til fyrirmyndar og með góðu rými til að taka á móti viðskiptavinum í glæsilegum og þægilegum fundarherbergjum að sögn Halls Kristmundssonar, verkefnastjóra hjá Arkþing Nordic. Stofan hefur yfir að ráða ríflega 700 fm en stofan hefur vaxið jafnt og þétt með auknum verkefnum. 

Brút

Veitingastaðurinn Brút var opnaður í Eimskipafélagshúsinu þann 7. október 2021 en margir telja þessa byggingu vera ein af fallegri byggingum landsins. Það eru vinirnir Ólafur Örn Ólafsson vínsérfræðingur, Bragi Skaftason rekstrarstjóri og Ragnar Eiríksson yfirkokkur sem stofnuðu og eiga Brút. Þríeykið á að auki og rekur hinn vinsæla og verðlaunaða stað, Vínstúkan tíu sopar, á Laugavegi 27.

Toppaðu þig með Fjallafélaginu

Fjallafélagið flutti nýlega inn í skemmtilegt húsnæði í Skeifunni 19 í Reykjavík þar sem félagið deilir hæð með öðrum frumkvöðlum. Þó grunnur Fjallafélagsins sé í raun og sanni frumkvöðlastarf þá er hér um tólf ára gamalt fyrirtæki að ræða. Það var stofnað árið 2009 af Haraldi Erni Ólafssyni, sem flestir landsmenn þekkja, en hefur hann klifið bæði fleiri og hærri fjöll síðustu 20 árin en flest allir samlandar hans eða fjöll eins og Mount Everest, Mount McKinley, Elbrus, Kilimanjaro, Mount Blanc, Aconcagua auk þess að hafa farið á Norðurpólinn, Suðurpólinn og Grænlandsjökul svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru þó tveir sem standa að Fjallafélaginu því árið 2012 kom Örvar Þór, bróðir Haralds, inn í félagið og hafa þeir bræður byggt félagið upp í sameiningu. 

SPORT24

SPORT24 opnaði sína fjórðu verslun á Íslandi í febrúar 2021, sem er um leið fyrsta outlet verslun fyrirtækisins, en hún er staðsett á Smáratorgi í Kópavogi. Fyrir eru verslanirnar SPORT24 Miðhrauni í Garðabæ, SPORT24 Reykjanesbæ og SPORT24 Akureyri. Eigendur SPORT24 eru hjónin Ævar Sveinsson og Berglind Þóra Steinarsdóttir

Skrifstofuhótelið AKKUR

24. júní 2022

Okkar þjónusta

Áralöng reynsla af rekstri fasteigna tryggir viðskiptavinum okkar betra húsnæði. Við sjáum til þess að sameignir og lóðir fasteigna okkar séu öruggar og snyrtilegar svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að sínum rekstri. Ábendingar og fyrirspurnir um viðhald og rekstur fasteigna skal senda á thjonusta@eik.is.

Neyðarnúmer 590 2200.

Hafa samband