skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Suðurlandsbraut 10
Sækja PDF

Glæsilegar skrifstofuhæðir lausar til leigu á fjórðu, fimmtu og sjöttu hæð byggingarinnar.  Möguleiki er á skiptingu hæðanna frá 300 - 870 fm.  Auk þessa er laust til leigu verslunar- og /eða veitingarými frá 120 - 300 fm á jarðhæð. 

Hæðirnar eru bjartar með stórum gluggum til norðurs með glæsilegu útsýni.  Þegar unnið var að heildarendurgerð hússins var haft að leiðarljósi mikilvægi staðsetningarinnar og hversu fjölfarin Suðurlandsbrautin er.  Á forsíðu heimasíðu félagsins, merkt S10, er að finna kynningargögn sem tekin voru saman en byggðar voru þrjár hæðir ofan á bygginguna og húsið er í dag sex hæðir.  Í þessum gögnum má einnig finna grunnmynd hverrar hæðar ásamt afstöðumyndum. Vandað var til allra uppbyggingar í takt við nútímaþarfir en uppbyggingin var í takt við vinningstillögu Arkís eftir arkitektasamkeppni.  Ljóst er að í dag er húsið eitt að kennileitum götunnar.

Bílastæðishús á þremur hæðum stendur á baklóð hússins sem og baklóðar Suðurlandsbrautar 8 en saman tengist það með skábraut sem myndar einskonar rós milli húsanna tveggja.   Alls eru þar um 200 bílastæði.   Ítarlegri upplýsingar um bygginguna ásamt fjölmörgum teikningum er að finna hér til hægri á heimasíðu félagsins, merkt S10.  

Áhugasamir geta haft samband við okkur í síma 590-2200 eða sent fyrispurn á utleiga@eik.is

    Rými í boði
  • skrifstofurými : 300 m2
  • skrifstofurými : 870 m2
  • verslunarrými : 120 m2
  • verslunarrými : 300 m2
Senda fyrirspurn
Eik Hvitt logo

Eik fasteignafélag HF

Álfheimar 74, 104 Reykjavík

Kt. 590902-3730

Sími

590-2200

Netfang

eik@eik.is