Mannauður
Laus störf
Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag leitar að drífandi og sjálfstæðum einstaklingi í starf umsjónarmanns Glerártorgs og fasteigna félagsins á Akureyri og nærsveitum. Leitað er að úrræðagóðum, sjálfstæðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi starfsmaður verður hluti af teyminu húsumhyggja sem tilheyrir nýju sviði viðskiptavina innan Eikar fasteignafélags.
Framsækinn sérfræðingur í viðskiptum og þjónustu
Eik fasteignafélag leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í uppbyggingu nýs sviðs innan félagsins. Starfið er fjölbreytt og gefur einstakt tækifæri til að hafa áhrif á framtíð félagsins með nýsköpun, framúrskarandi þjónustu og þróun viðskipta.
Nýja sviðið ber heitið Viðskiptavinir og sameinar þrjú öflug teymi – útleigu, viðskiptaþróun og húsumhyggju. Sameiginlegt markmið þeirra er að sækja nýja viðskiptavini, styrkja tengsl við núverandi viðskiptavini og tryggja þeim framúrskarandi þjónustu.