Unnið er að heildarendurgerð Suðurlandsbrautar 10 á metnaðarfullan hátt. Vandað er til allrar uppbyggingar í takt við nútímaþarfir og tekið tillit til upphaflegra markmiða arkitekts hússins. Uppbyggingin er í samræmi við vinningstillögu Arkís eftir arkitektasamkeppni. Arkís arkitektar hafa haft að leiðarljósi mikilvægi staðsetningarinnar og hversu fjölfarin Suðurlandsbrautin er og því hafa húsin við Suðurlandsbraut 8 og 10 bæði verið hugsuð út frá fjölbreytilegum innirýmum sem og götumynd og ásýnd.
Aðalinngangur er frá Suðurlandsbraut, norðurhlið.
Starfsmannainngangur er frá bílastæðahúsi, suðurhlið.
Athafnasvæði fyrir slökkvilið er 6 metra í radíus fyrir framan húsin.
Arkís arkitektar lögðu mikið upp úr því að skapa nýtt kennileiti sem mun auðga götuásýnd Suðurlandsbrautar og Reykjavegar. Suðurlandsbraut 10 verður endurgerð frá grunni og miðast allar lausnir við nútímalegar og sveigjanlegar þarfir þeirra sem þar munu starfa. Þar má einnig nefna hjólastæði sem eru í byggingunni ásamt búningsherbergjum á sömu hæð.
Rósin
Heildarfjöldi bílastæða fyrir S8 og S10 er alls 202. Að auki eru 15 stæði í borgarlandi utan lóðar meðfram Suðurlandsbraut.
10 bílastæði fyrir fatlaða eru á bílastæðapalli og 2 fyrir framan húsið.
Keyrt er inn í bílastæðahúsið í gegnum eins konar rós sem tengir hæðir og byggingar á baklóð saman.